Tvö embætti aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu voru nýverið auglýst laus til umsóknar og sóttu sex einstaklingar um embættin.
Annars vegar var auglýst eftir aðstoðarlögreglustjóra á ákærusviði. Það svið annast ákærumeðferð mála og eru starfsmenn sviðsins jafnframt lögreglumönnum innan handar við rannsóknir mála. Undir sviðið heyra þrjú ákæruteymi, eitt sem sinnir miðlægum málum embættisins, annað sem sinnir umferðarmálum og öðrum verkefnum og það þriðja sem sinnir verkefnum lögreglustöðva embættisins.
Tvær umsóknir bárust um þá stöðu:
Hins vegar var auglýst eftir aðstoðarlögreglustjóra löggæslusviðs. Það svið sinnir almennri löggæslu og heyra fjórar lögreglustöðvar embættisins undir sviðið auk aðgerðardeildar og umferðardeildar.
Fjórar umsóknir bárust um þá stöðu:
Fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu að ráðgefandi hæfisnefnd muni fara yfir umsóknirnar.