Árekstur varð við afleggjarann að Rifi milli Ólafsvíkur og Hellissands á Snæfellsnesi um hádegisleytið.
Ekki liggur fyrir hvort slys hafi orðið á mönnum en samkvæmt upplýsingum mbl.is lentu tveir pallbílar og fólksbíll í árekstrinum og virtust miklar skemmdir hafa orðið á pallbílunum.
Skyggni var afar slæmt og mikill skafrenningur úti. Færð á vegum var þó ekki slæm.
Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar.