Bergljót Kristinsdóttir verður oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, en flokksvali lauk kl. 16 í dag. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að alls hafi 311 tekið þátt í flokksvalinu og eru niðurstöður þess bindandi fyrir efstu fjögur sætin.
Féllu atkvæði þannig að Bergljót Kristinsdóttir fékk 160 atkvæði í 1. sæti, Hákon Gunnarsson fékk 167 atkvæði í 1.-2. sæti, Erlendur Geirdal fékk 187 atkvæði í 1.-3. sæti og Donata H. Bukowska fékk 194 atkvæði í 1.-4. sæti.
Samfylkingin fékk tvo bæjarfulltrúa í kosningunum 2018, þau Pétur Hrafn Sigurðsson oddvita, sem ekki gaf kost á sér nú, og Bergljótu, sem tekur við oddvitasætinu.