Bílslys á Ólafsfjarðarvegi

Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi fyrir skömmu.
Umferðarslys varð á Ólafsfjarðarvegi fyrir skömmu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn hefur verið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri vegna bílslyss sem varð fyrir skömmu á Ólafsfjarðarvegi við Hörgárdalsveg á Norðurlandi. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri.

Ekki var hægt að veita frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert