40 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Í gær lágu 45 sjúklingar með Covid-19 á spítalanum og fækkar þeim því um fimm.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef LSH.
Covid-sýktum starfsmönnum spítalans hefur aftur á móti fjölgað og eru þeir nú 432, sem er nýtt met, en þeir voru 409 í gær sem var einnig met.
Í tilkynningu spítalans á fimmtudaginn kom fram að það horfði til algerra vandræða um helgina.