Fjórir hafa nú verið fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að bíll keyrði á kyrrstæðan bíl á Ólafsfjarðarvegi. Hinir slösuðu voru tveir fullorðnir og tvö börn, og voru þau öll saman í bíl.
Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri.
Slysið átti sér stað skömmu eftir hádegi í dag á Ólafsfjarðarvegi við Hörgárdalsveg á Norðurlandi.
Lögregla gat ekki gefið upplýsingar um líðan einstaklinganna.