Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

Tvö börn eru meðal hinna slösuðu.
Tvö börn eru meðal hinna slösuðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórir hafa nú verið fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að bíll keyrði á kyrrstæðan bíl á Ólafsfjarðarvegi. Hinir slösuðu voru tveir fullorðnir og tvö börn, og voru þau öll saman í bíl.

Þetta staðfest­ir lög­regl­an á Ak­ur­eyri.

Slysið átti sér stað skömmu eftir hádegi í dag á Ólafs­fjarðar­vegi við Hörgár­dals­veg á Norður­landi.

Lögregla gat ekki gefið upplýsingar um líðan einstaklinganna. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert