Ákveðið hefur verið að fella niður fyrri ferð Herjólfs sunnudags vegna ofsaveðurs. Á heimasíðu Herjólfs segir að ástæðan sé sú að appelsínugul viðvörun hafi verið gefin út, og spáð er um 9 metra ölduhæð fyrri part dags.
Á heimasíðunni segir að ákvörðun sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, og er vonast til að farþegar Herjólfs sýni því skilning.
Tilkynning varðandi siglingar seinnipartinn á morgun verður gefin út fyrir kl. 15:00 á sunnudag.
Samkvæmt heimildum mbl.is munu farþegar og áhöfn Herjólfs gista í skipinu við höfn í Vestmannaeyjum í nótt.