Ítrekað laminn í höfuðið með flösku

Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna líkamsárása í nótt.
Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna líkamsárása í nótt. Ljósmynd/Lögreglan

Lögregla var kölluð út rétt eftir klukkan eitt í nótt vegna líkamsárásar í miðbæ þar sem maður var ítrekað laminn í höfuðið með flösku. Þegar lögregla mætti höfðu árásarmennirnir yfirgefið vettvang. Sjúkraliði skoðaði áverka á staðnum og taldi ekki þörf á bráðaflutningi og kaus maðurinn að fara með leigubifreið á bráðadeild.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögregla handtók unga konu í annarlegu ástandi í miðbænum rétt fyrir klukkan eitt í nótt grunaða um líkamsárás. Hún neitaði að gefa lögreglu nafn eða kennitölu og var vistuð fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás á Seltjarnarnesi rétt eftir klukkan eitt í nótt þar sem þrír menn veittust að einum og hlaut hann áverka. Árásarmenn voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom en árásarþola var ekið á bráðadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi handlagði lögreglan ætluð fíkniefni og búnað í Hafnarfirði vegna gruns um ræktun fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert