Búið er að loka fyrir umferð um Þjóðveginn á Suðurlandi. Lokunin nær frá Skógum undir Eyjafjöllum að Vík í Mýrdal.
Slæmt skyggni er á svæðinu og munu appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi í kvöld. Vindhviður hafa mælst á 32 metrum á sekúndu við Hvamm undir Eyjafjöllum.
Starfsmaður Vegagerðarinnar segir í samtali við mbl.is að bílar hefðu verið að lenda í vandræðum á svæðinu. Því var ákveðið að loka fyrir umferð.
Ekki er vitað hvenær vegurinn opnar aftur.