Málið tekið fyrir á miðvikudag

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í yfirheyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þóra Arn­órs­dóttiur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Samsett mynd

Búið er að fresta fyrirhuguðum yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV, þar til niðurstaða fæst í kröfu Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar.

Aðalsteinn greindi frá því fyrr í dag á Twitter-síðu sinni að yfirheyrslunni yfir sér hefði verið frestað, og Kjarninn greindi svo frá því að svo ætti einnig við um hina blaðamennina sem málið snýr að, þau Arnar Þór Ingólfsson, blaðamann á Kjarnanum, Þóru Arn­órs­dóttur, rit­stjóra Kveiks og Þórð Snæ Júlí­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans.

Aðalsteinn segir í samtali við mbl.is að sér skiljist að krafa sín verði tekin fyrir á miðvikudaginn í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en að hann sé ekki með á hreinu hvað það muni svo taka langan tíma að fá niðurstöðu eða úrskurð í málið. 

„Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki fara að lögum, heldur snýr þetta einmitt að því að ég vil að það verði farið að lögum,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að það sé skýrt í ákvæðum almennra hegningarlaga um friðhelgi einkalífs að þau eigi ekki við þegar almannahagsmunir liggi við, og að því hafi hann ákveðið að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort að aðgerðir lögreglu stæðust lög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka