Á annan tug björgunarsveitarmann er nú statt á Hólmsheiði að prófa tæki sem finnur fólk í snjóflóðum sem er ekki með snjóflóðaýla.
Blaðamaður náði tali af þeim þar sem þeir voru að undirbúa sig fyrir ferðina upp á Hólmsheiði.
Tækið sendir frá sér radargeisla og nemur endurkastið sem kemur tilbaka. Auk björgunarsveitarinnar er tækið til í Hlíðarfjalli og hjá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun.
Upphaflega ætluðu björgunarsveitarmennirnir upp í Bláfjöll en vegna veðurs var ákveðið að prófa tækið á Hólmsheiði.