Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja einstakling sem slasaðist hafði ofan við Gullfoss rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is.
Heppilega vildi til að þyrlan var á leið í æfingaflug frá Reykjavíkurflugvelli þegar hjálparbeiðnin barst og gat Landhelgisgæslan því brugðist hratt og vel við.
Einstaklingnum, sem var í hópi með öðrum, verður ekið í átt að Gullfossi, þar sem þyrlan kemur til með að lenda og síðan flytja viðkomandi til aðhlynningar á Landspítalanum.
Frekari upplýsingar um slysið eða líðan einstaklingsins liggja ekki fyrir á þessari stundu.
Fréttin verður uppfærð.