Sameining samþykkt í Húnaþingi

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúar Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps samþykktu sameiningu  í dag.

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að á kjörskrá hjá bænum hafi verið 637 og greiddu 411 atkvæði, eða 64,5% þeirra sem voru á kjörskrá. Já sögðu 400 eða 97,3% og nei sögðu níu eða 2,2%. Ógild atkvæði voru tvö. 

Í Húnavatnshreppi kusu 250 manns eða 82,78%. 152 eða 60,80% greiddu atkvæði með sameiningunni, og nei sögðu 92 eða 36,8%. Auðir og ógildir voru 6 eða 2,4%

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert