Skjálfti norðvestur af Grindavík

Skjálftinn sem reið yfir í nótt var 4,5 kílómetra norðvestur …
Skjálftinn sem reið yfir í nótt var 4,5 kílómetra norðvestur af Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skjálfti af stærð 3,2 reið yfir á fimmta tímanum í nótt um 4,5 kílómetra norðvestur af Grindavík. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn á 5,2 kílómetra dýpi.

Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið á svipuðum slóðum sem var tveir að stærð og á fimm kílómetra dýpi.

Nokkuð hefur verið um skjálfta á Reykjanesskaganum í gær en svo virðist sem að dregið hafi úr skjálftavirkninni upp úr klukkan þrjú í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert