Appelsínugul viðvörun verður á öllu landinu

Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu.
Gert er ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi í öllum landshlutum annað kvöld að öllu óbreyttu. Gera má ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu sem getur valdið ófærð á götum.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun gul viðvörun vegna veðurs taka gildi klukkan fjögur á morgun fyrir Suðurland og miðhálendi. Klukkan sex mun viðvörunin vera í gildi víðar.

Um kvöldmatarleytið verður viðvörunin fyrir Suðurland og miðhálendið uppfærð í appelsínugula og klukkan ellefu má búast við að sú veðurviðvörun verði í gildi á öllu landinu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er útlit fyrir truflanir á samgöngum og eru líkur á foktjóni, því er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert