Hátt í 500 Covid-sýktir starfsmenn

480 starfsmenn spítalans eru í einangrun.
480 starfsmenn spítalans eru í einangrun. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Alls liggja 44 sjúklingar á Landspítala með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Í gær lágu 40 sjúklingar á spítala kórónuveiruna og voru þrír af þeim á gjörgæslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans.

Starfsmenn spítalans í einangrun eru nú 480, og fjölgar þeim því um 48 milli daga. Hafa þeir aldrei verið fleiri en Covid-sýktur starfsmönnum hefur fjölgað ört síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert