Ragnar Freyr vill einkennalausa til vinnu

Ragnar Freyr er ekki sammála sóttvarnalækni né forstjóra Landspítalans.
Ragnar Freyr er ekki sammála sóttvarnalækni né forstjóra Landspítalans.

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, sér­fræðing­ur í lyf- og gigt­ar­lækn­ing­um og fyrr­ver­andi yf­ir­maður Covid-göngu­deild­ar Land­spíta­la, veltir því upp hvort Landspítali ætti að kalla einkennalaust Covid-sýkt starfsfólk til vinnu þar sem mikil mannekla ríkir á spítalanum. 

Starfs­menn spít­al­ans í ein­angr­un eru nú 480 talsins. Þeir hafa aldrei verið fleiri, en Covid-sýkt­um starfs­mönn­um hef­ur fjölgað ört síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt það vera algjört neyðarúrræði að kalla fólk úr einangrun.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, hefur sagt að sér þyki ekki til­efni til að kalla starfs­menn úr ein­angr­un í vinnu þar sem erfitt er að tryggja að smit ber­ist ekki í sjúk­linga þrátt fyrir mikla manneklu á spítalanum. 

Hún segir það á ábyrgð spít­al­ans að forða sjúk­ling­um frá smiti og að ekki sé hægt að hleypa veirunni lausri vís­vit­andi inn­an stofn­un­ar­inn­ar. 

Ragnar Freyr tekur ekki í sama streng og hvetur stjórnvöld til að horfa til nágrannaþjóða sem hafa glímt við sama vanda.

„Eftirfarandi aðgerðir hafa verið innleiddar með góðum árangri og án skaða fyrir sjúklinga: Einangrun starfsmanna hefur verið stytt í 4-5 daga, sóttkví vegna smits á heimili hefur verið aflögð (starfsmenn taka hraðpróf fyrir vaktir), einkennalausir kallaðir til vinnu og hætt hefur verið að prófa heilbrigt fólk með PCR prófi,“ segir Ragnar Freyr í færslu á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert