Á Landspítala eru 440 starfsmenn í einangrun sem stendur, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur setts forstjóra spítalans.
Talan sveiflast þó ört til og frá, eftir því sem niðurstöður berast úr sýnatökum og fólk lýkur einangrunartíma sínum.
Í gær var samanstóð hópurinn af 480 manns, en töluvert margir luku sinni einangrun í dag.
Síðustu dagar hafa verið sérstaklega erfiðir á Landsítalanum vegna fjölda starfsfólks í einangrun. Guðlaug segist ekki geta séð fyrir hvort ástandið sé að hjaðna þrátt fyrir þessa fækkun í dag.
Hún vonast þó til þess að jafnvægi komist á næstu daga og smitum meðal starfsfólks fækki.