Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur miklar áhyggjur af nýjustu fréttum um mögulega innrás Rússa í Úkraínu. Hún segir alla græða á friðsamlegum lausnum.
Þetta kemur fram á Twitter-síðu Þórdísar Kolbrúnar.
„Ég hef alvarlegar áhyggjur af núverandi spennu og fréttum af rússneskum hermönnum sem eru enn í Hvíta-Rússlandi. Rússar verða að hlýða ákalli um að draga úr spennunni í og við Úkraínu. Allir geta hagnast mjög á friðsamlegum lausnum.“
Gravely concerned with current tensions and news of Russian troops remaining in Belarus. Russia must heed calls for deescalation in and around Ukraine. All parties have a lot to gain from peaceful solutions.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 20, 2022