Þórdís Kolbrún hefur áhyggjur af stöðunni

Þórdís Kolbrún vill friðsamlegar lausnir.
Þórdís Kolbrún vill friðsamlegar lausnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hefur miklar áhyggjur af nýjustu fréttum um mögulega innrás Rússa í Úkraínu. Hún segir alla græða á friðsamlegum lausnum.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Þórdísar Kolbrúnar.

„Ég hef alvarlegar áhyggjur af núverandi spennu og fréttum af rússneskum hermönnum sem eru enn í Hvíta-Rússlandi. Rússar verða að hlýða ákalli um að draga úr spennunni í og ​​við Úkraínu. Allir geta hagnast mjög á friðsamlegum lausnum.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert