Tvö sækjast eftir því að verða formaður Samtakanna '78, félags hinsegin fólks á Ísland, en það eru þau Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason.
Kosning fer fram 6. mars næstkomandi en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á skrifstofu samtakanna á morgun.
Arna Magnea er leikkona, áhættuleiksstjóri og kennari en Álfur Birkir er landvörður og líffræðinemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, sem hefur verið formaður samtakanna síðastliðin þrjú ár, gefur ekki kost á sér að nýju.
Auk Örnu og Álfi sækjast fimm eftir þremur sætum í stjórn samtakanna en það eru Anna Íris Pétursdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir.
Fyrstu helgina í mars, standa samtökin fyrir Landsþingi hinsegin fólks þar sem fjöldi viðburða, málstofa og erinda verða haldin, og eru öll hjartanlega velkomin, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum.