Fjöldahjálparstöðvar opnaðar

Keyrt yfir Hellisheiði. Mynd úr safni.
Keyrt yfir Hellisheiði. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í grunnskólanum í Þorlákshöfn en þangað verða fluttir þeir sem eru í bílum sem eru fastir á Þrengslaveginum.

Greinir lögreglan frá þessu í tilkynningu.

Gert er ráð fyrir að allt að hundrað manns séu þar í bílum sínum og eru þeir beðnir að halda kyrru fyrir í bílunum þar til björgunarsveitir nálgast þá.

Fyrr í dag þurfti að flytja farþega í 70 manna rútu, sem stöðvaðist í Hveradalabrekkunni, í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðarvirkjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert