Fylgstu með lægðinni fara yfir

Veður verður býsna slæmt.
Veður verður býsna slæmt. Skjáskot/Windy.com

Viðvörunarstig vegna veðurs hefur verið hækkað úr app­el­sínu­gulu í rautt í Faxa­flóa, á Suður­landi og á höfuðborg­ar­svæðinu. Rauð viðvör­un tek­ur gildi á höfuðborg­ar­svæðinu í dag um sjöleytið og er fólki ráðlagt að halda sig heima á meðan viðvör­un­in er í gildi.

Í til­kynn­ingu frá Al­manna­vörn­um seg­ir að tals­verð hætta sé á foktjóni auk þess sem sam­göng­ur geta orðið erfiðar um tíma. Er fólk hvatt til þess að ganga vel frá laus­um mun­um og verk­tak­ar beðnir um að ganga vel frá fram­kvæmda­svæðum.

Hér má fylgjast með lægðinni fara yfir:



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert