Viðvörunarstig vegna veðurs hefur verið hækkað úr appelsínugulu í rautt í Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Rauð viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag um sjöleytið og er fólki ráðlagt að halda sig heima á meðan viðvörunin er í gildi.
Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að talsverð hætta sé á foktjóni auk þess sem samgöngur geta orðið erfiðar um tíma. Er fólk hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.
Hér má fylgjast með lægðinni fara yfir: