Hafði í hótunum við starfsmenn

Lögreglan að störfum. Mynd úr safni.
Lögreglan að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í hverfi 108 í dag, upp úr klukkan eitt eftir hádegi. Þar hafði viðskiptavinur í hótunum við starfsmenn, að því er segir í dagbók lögreglu.

Tekið er fram að hann hafi verið farinn þegar lögreglu bar að skömmu síðar. Mun málið vera til rannsóknar.

Tilkynnt var um ölvaðan og illa áttaðan einstakling í sama hverfi klukkan 14.50. Segist lögregla hafa komið honum í húsaskjól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert