Áhrif veðursins á raforkukerfið hafa verið mikil. Vart hefur orðið við straumrof og rafmagnstruflanir á Snæfellsnesi, Borgarfirði, Vestfjörðum, Hrútafirði og á Suðurlandi.
Þá hafa minni truflanir orðið víðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Nokkuð vel hafi gengið að fá rafmagn á aftur heilt yfir.
Þessa stundina er rafmagnslaust í Snæfellsbæ, en rafmagn er á stærstum hluta Vestfjarða eftir talsverðar truflanir.