Aldraður karlmaður með Covid-19 sýkingu lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri á laugardag. Um er að ræða fyrsta andlátið sem verður á sjúkrahúsinu í tengslum við faraldurinn.
Akureyri.net greindi fyrst frá.
Tæplega 2.000 eru nú í einangrun í landshlutanum og níu liggja inni á SAK með Covid-19, enginn þeirra á gjörgæslu.
Þá eru um 60 starfsmenn sjúkrahússins frá vinnu.