Leitað við strandlengju Kársness

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flogið yfir strandlengjuna á vestanverðu Kársnesi í Kópavogi í dag og sveimar nú með strandlengjunni við Bessastaði.

Karen Ósk Lárusdóttir, í aðgerðarmálum hjá Landsbjörgu, segir í samtali við blaðamann að um  leitaraðgerð sé að ræða sem unnin er í samstarfi milli björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hún segir að leitað sé einstaklings en kveðst ekki geta upplýst meira um málið að svo stöddu.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir aðstoð við leit að einstaklingi á hafnarsvæðinu í Kópavogi og að þyrla hafi verið send af stað auk séraðgerðarsveitar stofnunarinnar.

Fyrr í dag lýsti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir manni á sjötugsaldri og óskuðu eftir upplýsingum um ferðir hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert