Lokað fyrir umferð á Hellisheiði

Svona er umhorfs á Hellisheiði, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Svona er umhorfs á Hellisheiði, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Veginum um Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þá hefur Krýsuvíkuvegi einnig verið lokað. Þæfingsfærð er á Sandskeiði og Þingvallavegi við Grafning. Þungfært er á Mosfellsheiði en hálka í Þrengslum.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að hálkublettir séu víða á öðrum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert