Veginum um Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.
Hellisheiði: Búið er að loka veginum. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 21, 2022
Þá hefur Krýsuvíkuvegi einnig verið lokað. Þæfingsfærð er á Sandskeiði og Þingvallavegi við Grafning. Þungfært er á Mosfellsheiði en hálka í Þrengslum.
Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að hálkublettir séu víða á öðrum leiðum.