Jarðskjálfti af stærðinni 3 mældist í Bárðarbungu um klukkan 14 í dag. Eftirskjálfti, 1,2 að stærð, mældist fáeinum mínútum síðar.
Engir frekari skjálftar hafa orðið í eldstöðinni undir Vatnajökli síðan.
Þá sýna mælingar Veðurstofunnar enga aðra skjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa.