Starfsemi á leikskólanum Hjalla skert

Um 28% starfsmanna á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eru frá …
Um 28% starfsmanna á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eru frá vegna Covid. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrettán starfsmenn á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eru frá vegna kórónuveirusmita og því fyrirséð að starfsemi skólans verði skert á næstu dögum.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem foreldrum barna á leikskólanum barst í dag.

„Því miður gætum við þurft að loka kjörnum áfram eða vera með skerta starfsemi. Við vonum svo innilega að ekki komi til þess. Við þökkum ykkur innilega fyrir mikinn skilning og góða samvinnu,“ segir enn fremur í tölvupóstinum.

Starfsmenn á Hjalla eru í heildina 47 talsins, samkvæmt vef leikskólans, og því má gera ráð fyrir að um 28% starfsmanna séu frá.

Greining á sýnum gengur hægar en vanalega

Annað þeirra tækja, sem notað er á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­ala til að greina sýni vegna Covid-19, er bilað og geng­ur því ein­ung­is á hálf­um hraða.

Af þeim sök­um hef­ur erfiðlega gengið fyr­ir starfs­menn deild­ar­inn­ar að „saxa á sýna­hal­ann“ sem myndaðist þegar sótt­kví var enn í gildi og aðsókn í sýna­töku var sem mest. 

Von er á viðgerðar­manni á morg­un, að því er Guðrún­ Svan­borg­ Hauks­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­ala greindi frá í samtali við mbl.is í dag, og ætti tækið þá að geta starfað aft­ur á fullri af­kasta­getu.

Eins og staðan er núna nem­ur biðin eft­ir niður­stöðu úr Covid-sýna­töku um ein­um og hálf­um sól­ar­hring, jafn­vel aðeins leng­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert