Stundum þarf að bretta upp ermarnar strax

Matthías með Laurel Lee, innanríkisráðherra Flórída.
Matthías með Laurel Lee, innanríkisráðherra Flórída. Ljósmynd/Matthías Eggertsson

Matthías Eggertsson ólst upp í Reykjavík, en hefur búið í Flórída í rúmlega 35 ár. Hann lauk bæði MBA-námi og doktorsprófi í viðskiptafræðum frá Nova-háskólanum í Flórída og rak sitt eigið fyrirtæki um áralangt skeið, auk þess að vera prófessor við Keyser-háskólann í Flórída, sinna fasteignasölu með eiginkonu sinni, Marizeldu, og vera ræðismaður Íslendinga á svæðinu.

„Ég var strax mjög virkur í Íslendingasamfélaginu og þegar Þórir Gröndal fór á eftirlaun sótti ég um starfið og tók við fyrir sjö árum.“

Matthías segir að ýmislegt geti komið upp í starfi ræðismanns, en oft sé það tengt því að útvega vegabréf og svo sjá um utankjörstaðakosningar. „Í eitt skipti hafði íslensk fjölskylda samband við mig, en það hafði verið brotist inn í bíl þeirra og öllu stolið, svo þau voru allslaus án vegabréfa og þurftu að komast heim. Þá var bara að bretta upp ermarnar og redda málum strax.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert