Vara við akstursskilyrðum á höfuðborgarsvæðinu

Frá veðrinu í borginni fyrr í dag. Nú er mikill …
Frá veðrinu í borginni fyrr í dag. Nú er mikill vatnselgur víða. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumenn hafa lent í vandræðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, þar sem víðar er mjög mikill vatnselgur á götum og hafa bifreiðar hreinlega stöðvast af þeim sökum.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.

Nefnd eru sem dæmi hringtorg á mótum Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, Bústaðaveg á móts við Valsvöllinn og hringtorg á mótum Reykjanesbrautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs í Hafnarfirði.

Fráveitukerfin hafi ekki haft undan og ljóst sé að þetta ástand mun vara eitthvað áfram.

Ökumenn eru þá minntir á að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert