Dúkurinn farinn af Hamarshöllinni

Frá Hveragerði, þar sem Hamarshöllin var.
Frá Hveragerði, þar sem Hamarshöllin var. Ljósmynd/Friðrik Sigurbjörnsson

Dúkur Hamarshallarinnar í Hveragerði fauk af í óveðrinu sem hefur gengið yfir landið. Hjálparsveit skáta í Hveragerði er á staðnum en á erfitt með að athafna sig.

Að sögn Péturs Pétursson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, kom gat á dúkinn í óveðrinu með þeim afleiðingum að húsið opnaðist og dúkurinn fauk af. Hann er núna fastur á sökkli norðanmegin.

Ljósmynd/Friðrik Sigurbjörnsson

„Menn eru að ráða ráðum sínum. Það er brjálað veður þarna og erfitt að athafna sig án þess að það sé hætta á ferðum,“ segir Pétur og bætir við að fimleikabúnaður sé meðal annars í húsinu. Um leið og fer að lægja verður hægt að koma búnaðinum í skjól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert