Jarðskjálftinn upp á 4,8 sem varð í Bárðarbungu í morgun er sá 13. sem er yfir 4,5 að stærð eftir að síðasta eldgosi lauk þar árið 2015.
„Við sjáum öðru hverju svona staka skjálfta,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu eins og staðan er núna, bætir hún við.
Tveir til þrír eftirskjálftar hafa orðið, að hennar sögn.
Skjálftinn er sá stærsti síðan í september 2020 en sá var einnig 4,8 að stærð.