Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 varð í norðvesturenda Bárðarbunguöskjunnar í Vatnajökli kl. 10:11 í morgun.

Að sögn Veðurstofunnar hafa nokkrir minni eftirskjáftar mælst en enginn órói. Þetta er stærsti skjálftinn í Bárðarbungu síðan í september 2020.

Síðasta sólahring hafa skjálftar mælst á svipuðum slóðum, 3 stig kl. 14:08 í gær og 2,9 kl. 4:36 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert