Öllu aflétt á föstudag eða fyrr

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að ríkisstjórnarfundi loknum í dag að öllum sam­fé­lags­leg­um tak­mörk­un­um vegna heims­far­ald­urs Covid-19 yrði aflétt á föstudag eða jafnvel fyrr í vikunni.

„Við erum að fara í samtal með sóttvarnalækni, embætti landlæknis, almannavörnum og heilbrigðisstofnunum og hvernig við horfum núna inn í framhaldið.

Við sjáum fyrir okkur að aflétta hér að fullu bæði innanlands og á landamærum,“ sagði heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum í dag.

Spítalinn sýnt seiglu og útsjónarsemi

Upp­haf­lega stóð til að fara ekki í fullar afléttingar fyrr en 14. mars. Að sögn heilbrigðisráðherra hefur gengið vel undanfarnar vikur í kjölfar afléttinga, þrátt fyrir að mikið álag hafi verið á heilbrigðisstofnunum.

„Vissulega mikið álag á heilbrigðisstofnunum og mikið álag á Landsspítalanum eins og hefur komið fram í fréttum en þeir hafa leyst þetta vel. Bæði sýnt mikla seiglu og útsjónarsemi, þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta eigi að geta allt gengið upp.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka