Rekin með 6,4 milljarða halla í ár

Vesturbærinn í Reykjavík.
Vesturbærinn í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélög landsins verða rekin með 6,4 milljarða króna halla á þessu ári og samanlagðar skuldir þeirra og skuldbindingar aukast á árinu um rúma 34 milljarða kr. Ætla má að þær muni nema rúmum 493 milljörðum króna í lok ársins.

Gangi það eftir verður skuldahlutfall sveitarfélaganna 117% af áætluðum tekjum en það hefur farið hækkandi undanfarin ár. Var 103% á árinu 2017 og útkomuspár benda til að það hafi verið 115% í fyrra.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir 67 sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár en í þeim búa 99,9% landsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert