Tugir hjónaleysa ætla að droppa í brúðkaup í dag

Fallegur blómvöndur getur sagt margt án orða og sett hátíðlegan …
Fallegur blómvöndur getur sagt margt án orða og sett hátíðlegan svip á hamingjuna sem verður í margra ranni í dag. Ljósmynd/Colorbox

Um tuttugu hjónaleysi hafa skráð sig og ætla að mæta í drop-in brúðkaup í Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag. Fyrirkomulagið er þannig að fólk getur komið í kirkjuna og látið gefa sig saman í heilagt hjónaband við látlausa athöfn. Sama var gert í kirkjunni 26. júní á síðasta ári, en þá voru athafnirnar alls um 20 eða ámóta margar og stefnir í að nú verði niðurstaðan.

„Dagsetningin virðist skipta máli, það er tölurnar, sem eru eru 22-02-22,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Fyrsta athöfn dagsins í kirkjunni er bókuð klukkan 12:30 og svo koma þær í röð yfir daginn. Síðasta athöfnin verður kl. 22.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert