Vonsvikin yfir málflutningi formanns

Samtökin fordæma ákvörðun sambandsins.
Samtökin fordæma ákvörðun sambandsins. mbl.is/Kristinn

Heimili og skóli, landssamtök foreldra, segjast vonsvikin yfir málflutningi formanns Félags grunnskólakennara í fjölmiðlum vegna dómsmáls þar sem sveitarfélag var dæmt til bóta vegna uppsagnar kennara sem beitti barn ofbeldi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum.

Því miður ekki í fyrsta sinn

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að formaðurinn hafi í málflutningi sínum tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina, athyglinni hafi síðan verið beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra.

Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta.“

Þá minna samtökin á að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi öðru fremur. Það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum sem eðli málsins samkvæmt þurfi að vinna saman að velferð barna.

„Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt.“

Þá fordæma samtökin einnig þá ákvörðun Kennarasambandsins að upplýsa um hvaða sveitarfélag var að ræða. 

Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert