Búið er að opna veginn um Hellisheiði aftur en honum var lokað í morgun eftir að fjöldi bíla var fastur í Hveradalsbrekku, nærri skíðaskálanum í Hveradölum.
Björgunarsveitir aðstoðuðu þónokkurn fjölda ökumanna sem lent hafði í vandræðum í brekkunni.
Hálka, hálkublettir, snjóþekja eða krapi er á flestum leiðum á suðvesturhorninu.