„Hrekja venjulegt fólk út úr stjórnunum“

Aðalsteinn Árni Baldursson.
Aðalsteinn Árni Baldursson. Ljósmynd/Hafþór

Forsvarsmenn stéttarfélagsins Framsýnar gagnrýna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fyrir að hafa að undanförnu hert hæfisskilyrði sem þarf að uppfylla til að geta tekið sæti í stjórnum lífeyrissjóða.

Hefur félagið sent Seðlabankanum bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þetta og er það sagt valda því að erfiðara sé orðið fyrir almenna sjóðfélaga í stéttarfélögum launafólks, að taka þátt í stjórnum lífeyrissjóða og þar með útiloka venjulegt fólk frá því að taka þátt í stjórnum sjóðanna.

Rætt í framkvæmdastjórn SGS

„Fjármálaeftirlitið er að herða mjög reglur varðandi setu manna í stjórnum lífeyrissjóða og ég sé ekki betur en að það sé verið að hrekja venjulegt fólk út úr stjórnunum,“ segir Aðalsteinn Á Baldursson, formaður Framsýnar, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert