Íslendingur vann tæpar tvær milljónir

Enginn hafði bónustöluna í Víkingalottói og allar tölur réttar í þessari viku, en einn heppinn þátttakandi í Noregi hlaut annan vinning, hafði allar tölurnar réttar og verður tæpum 59 milljónum ríkari.

Einn Íslendingur vann þriðju verðlaunin, tæpar 2 milljónir króna, en miðinn er í áskrift.

Enginn hafði allar tölurnar réttar í Jókernum, en þrír höfðu 4 tölur réttar og fá 100 þúsund krónur hver. Þeir miðar voru keyptir í áskrift á lotto.is og einn í lottó-appinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert