Skýrslutakan snúist ekki um skrif blaðamannanna

Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í …
Blaðamennirnir fjórir sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað í yfirheyrslu vegna meintra brota á friðhelgi einkalífsins. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þóra Arn­órs­dóttiur, rit­stjóri Kveiks á Rík­is­út­varp­inu og Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, Samsett mynd

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartansson, blaðamanns á Stundinni, segir að í greinargerð lögreglustjórans á Norðurlandi eystra komi fram að blaðamenninir fjórir sem hafa verið boðaðir til skýrslutöku séu grunaðir um brot gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. 

Jafnframt komi fram að lögreglan vilji endilega að skýrslutakan fari fram.

„Það er þó staðfest í þessari greinargerð að blaðamennirnir eru sannarlega ekki grunaðir um að hafa eitrað fyrir skipstjóranum og ekki heldur stolið símanum hans,“ segir Gunnar Ingi.

Síma Páls var stolið af honum meðan hann lá í öndunarvél í fyrra. Að sögn Gunnars Inga liggur þó fyrir hver stal símanum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Snúist ekki um skrif blaðamannanna

Gunnar Ingi segir að skilja megi greinargerðina á þá vegu að afstaða lögreglunnar sé sú að skýrslutakan snúist ekki um skrif blaðamannanna um „skæruliðadeild Samherja.“

„En minn umbjóðandi telur eftir lestur greinarinnar að það geti ekki verið nein önnur skýring á því en að þetta séu þöggunartilburðir,“ bætir Gunnar Ingi við.

Eins og áður segir hafa blaðamennirnir fjórir, sem hafa fengið stöðu sakbornings, verið boðaðir til skýrslutöku hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Aðalsteinn Kjartansson hefur kært aðgerðir lögreglu í rannsókn málsins og hefur farið fram á að úr lögmæti „aðgerða lögreglu“ verði skorið.

Klukkan 16.30 í dag fer fram málflutningur um kröfuna um að skýrslutakan fari ekki fram. Gunnar Ingi segist ekki vita hvenær úrskurðar er að vænta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert