„Væri það ekki bara gott?“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagssráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagssráðherra. mbl.is/Unnur Karen

„Væri það ekki bara gott?“ svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður fyrir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum hvort við megum eiga vona á fullri afléttingu á sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Bjarni sagðist búast við góðum fréttum að loknum fundinum, er hann labbaði upp tröppurnar.

Fundurinn hófst klukkan 12 þar sem rætt verður um fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagðist ekki ætla að tjá sig við blaðamenn fyrr en eftir fundinn.

Nú­gild­andi reglu­gerð um tak­mark­an­ir inn­an­lands renn­ur út á föstu­dag­inn 25. fe­brú­ar. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur nú þegar skilað minn­is­blaði með til­lög­um varðandi aflétt­ing­ar.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra hef­ur áður sagt að stefnt verði að því að aflétta öll­um tak­mörk­un­um þegar reglu­gerðin renn­ur út á föstu­dag­inn. Í sam­tali við mbl.is í gær sagði hann að það gæti mögu­lega gerst fyrr, sem væri þá í dag eða á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert