Hellisheiðin lokuð í 13 skipti á árinu

Hellisheiðin hefur verið lokuð 14 sinnum á árinu.
Hellisheiðin hefur verið lokuð 14 sinnum á árinu. mbl.is/Óttar

Hellisheiðin hefur verið lokuð í alls 13 skipti það sem af er ári vegna óveðurs. Þetta staðfestir Kristinn Þröstur Jónsson, deildarstjóri umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is.

„Það hefur ekki verið gott veður í byrjun þessa árs“, segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, en bætir við að þessi tala sé óvenju há. Stutt sé engu að síður á milli þess sem veðrið hefur verið vont.

Á árunum 2012-2022 hefur alls verið lokað í 120 skipti á Hellisheiðinni, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Heiðin var oftast lokuð árið 2020 en þá var lokað í 23 skipti. Árið 2021 var hún aftur á móti lokuð í tvö skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert