4.333 smit greindust innanlands

mbl.is/Auðun

Samtals 4.333 smit greindust innanlands í gær. Þar af voru 3.100 eftir PCR-sýnatöku og 1.233 í hraðprófi. Þetta kemur fram á covid.is. Samtals voru tekin 5.883 PCR-próf og 1.916 innanlandssýni. Þetta er mesti fjöldi smita sem greinst hefur hér á landi frá upphafi faraldursins.

Þá greindust 126 smit á landamærum í 854 prófum sem voru tekin.

Í morgun kom fram að 51 sjúklingur væri á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Enginn var hins vegar í öndunarvél. Covid-sýkt­um sjúk­ling­um fjölg­ar um níu milli daga en í gær voru þeir 42. Meðal­ald­ur inn­lagðra er 73 ár, að því er fram kem­ur á vef spít­al­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert