Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eiturefnaleka við Sundahöfn fyrir hádegi í dag. Gat hafði komið á maurasýrutank.
Slökkviliðsmönnum tókst að dæla eiturefnunum í heilt kar og er vinnu á vettvangi því lokið, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þá hefur allt verið „á öðrum endanum“ í sjúkraflutningum það sem af er degi og sinnti slökkviliðið sömuleiðis tveimur óveðursútköllum.