Alls liggur 51 sjúklingur á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Enginn er í öndunarvél. Covid-sýktum sjúklingum fjölgar um níu milli daga en í gær voru þeir 42.
Meðalaldur innlagðra er 73 ár, að því er fram kemur á vef spítalans.
Covid-sýktum starfsmönnum stofnunarinnar fækkar um einn frá því í gær. Þeir eru nú 369 en voru 370 í gær.