Enginn í öndunarvél en 51 liggur inni

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Alls liggur 51 sjúk­ling­ur á Land­spít­ala með Covid-19, þar af einn á gjör­gæslu. Eng­inn er í önd­un­ar­vél. Covid-sýkt­um sjúk­ling­um fjölgar um níu milli daga en í gær voru þeir 42.

Meðal­ald­ur inn­lagðra er 73 ár, að því er fram kem­ur á vef spítalans.

Covid-sýkt­um starfs­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar fækkar um einn frá því í gær. Þeir eru nú 369 en voru 370 í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert