Stefán E. Stefánsson
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi tala allir gegn hugmyndum uppbyggingu risaleikskóla sem áform voru uppi um allt þar til nýlega.
Í maí 2019 var tilkynnt um vinningstillögu að nýjum leikskóla á Seltjarnarnesi sem átti að rúma allt að 300 börn á hverjum tíma.
Tillöguna má skoða hér.
Nýlegt mat á umfangi framkvæmdarinnar bendir til að kostnaður við byggingu leikskólans hefði numið ríflega þremur milljörðum króna. Til samanburðar nemur rekstrarkostnaður Seltjarnarnesbæjar ríflega 4 milljörðum króna á ári.
Frambjóðendurnir, sem voru gestir Dagmála í vikunni, eru sammála um að ráðast í minni framkvæmd en þá sem lagt var upp með. Einn frambjóðandinn segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort breytt áætlun leiði til þess hvort greiða þurfi sigurvegurum samkeppninnar bætur.
Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.