Kröfu bræðranna Einars og Ágústs Arnars Ágústssona um frávísun hefur verið hafnað. Aðalmeðferð málsins er þar með hafin en hún átti upprunalega að fara fram í nóvember.
Skýrslutökur fara fram í dag.
Lögmenn bræðranna báru upp kröfu um frávísun á grundvelli þess að héraðssaksóknari væri vanhæfur í málinu en dómari féllst ekki á það.