Hættulegt fyrir allan heiminn

„Ég veit að þessi þjóð verður aldrei að þrælum,“ segir …
„Ég veit að þessi þjóð verður aldrei að þrælum,“ segir Yuliia Kolomoiets.

„Mér líður auðvitað hræðilega, en þetta kom mér ekki á óvart,“ seg­ir Yuliia Kolomoiets, úkraínsk kona sem er bú­sett á Blönduósi ásamt ís­lensk­um eig­in­manni sín­um, um frétt­irn­ar af inn­rás Rússa í Úkraínu.

Yuliia bjó í Úkraínu árið 2015 þegar átök brut­ust út þar í landi, sem enduðu með því að aðskilnaðarsinn­ar tóku völd­in á svæðum í Do­netsk- og Luhansk-héruðum, og eft­ir að hafa orðið vitni að þeim at­b­urðum kem­ur inn­rás Rússa henni ekki á óvart.

„Ég kalla at­b­urðina 2015 stríð. Þetta voru ekki inn­lend átök meðal Úkraínu­manna, þetta var stríð. Ég sá svo mik­inn hryll­ing á þessu svæði. Ég vann hjá stóru fyr­ir­tæki sem var með höfuðstöðvar í Kænug­arði og Do­netsk. Starfs­menn í minni deild voru stadd­ir í Do­netsk þegar hryðju­verk­in hóf­ust. Ég hafði mikl­ar áhyggj­ur, frétt­irn­ar voru hræðileg­ar. Við heyrðum ekki frá fólki í marga daga. Vopnað fólk réðst inn í fyr­ir­tækið og stal pen­ing­um, tölvu­búnaði, laun­um starfs­fólks­ins,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún hafi orðið fyr­ir von­brigðum með það hvernig aðrar þjóðir töluðu um þessa at­b­urði. „Þetta var stríð, þetta voru ekki bara aðskilnaðarsinn­ar held­ur studdu Rúss­ar þessa hryðju­verka­menn all­an tím­ann.“

Yuliia hef­ur áhyggj­ur af því að þær efna­hagsþving­an­ir, sem þjóðir sem segj­ast styðja Úkraínu­menn hafa lofað, dugi ekki til. Það hafi ekki dugað til þess að stöðva Rússa hingað til. Úkraínu­menn þurfi líka hernaðarstuðning.

„Ég vil að all­ar þjóðir heims hugsi um þessa hræðilegu inn­rás og um framtíð alls heims­ins. Rúss­ar munu ekki stoppa við Úkraínu. Þetta er hættu­legt fyr­ir all­an heim­inn.“

Þjóðin verður aldrei að þræl­um

Yuliia kem­ur frá svæðinu sem ligg­ur næst Do­netsk-héraði og for­eldr­ar henn­ar og bróðir búa í tveggja stunda akst­urs­fjar­lægð frá Do­netsk. Dótt­ir henn­ar býr líka í Úkraínu, á svæði sem Yuliia seg­ist enn telja ör­uggt, hún hafi því mest­ar áhyggj­ur af for­eldr­um sín­um og bróður.

„Úkraínska þjóðin er mjög sterk og ótt­ast ekki ástandið. Ég veit að þessi þjóð verður aldrei að þræl­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert